Heimild: Vísir
Guðmundur Þórarinsson gekk í gær í raðir armenska félagsins FC Noah og skrifaði þar undir eins árs samning með möguleika á eins árs framlengingu.
Vísir ræddi við Gumma í gær.
Hann kemur frá gríska félaginu OFI Crete þar sem samningur hans rann út í lok síðasta tímabils.
Eigandi félagsins er viðskiptamaðurinn Vardges Vardanyan. Hann keypti félagið síðasta sumar og er stórhuga, hann stefnir á að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu.
Vísir ræddi við Gumma í gær.
Hann kemur frá gríska félaginu OFI Crete þar sem samningur hans rann út í lok síðasta tímabils.
Eigandi félagsins er viðskiptamaðurinn Vardges Vardanyan. Hann keypti félagið síðasta sumar og er stórhuga, hann stefnir á að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu.
„Ég verð að viðurkenna, fyrst til að byrja með, þá vissi ég ekkert um fótbolta í Armeníu en svo kynnti ég mér þetta aðeins betur og átti samtal við klúbbinn."
„En síðan var þetta líka langbesta tilboðið fjárhagslega sem ég var með á borðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa félaginu að komast þangað sem það vill komast," sagði Gummi við Vísi.
Í innslaginu á Vísi segir að Gummi eigi inni laun frá tíma sínum á Krít og muni leita réttar síns til að fá þá greiðslu.
FC Noah er í höfuðborginni Jerevan og tekur þátt í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar eftir að hafa endað í 2. sæti í deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir