Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   þri 09. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd gæti lækkað verðmiðann á Greenwood
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Enski kantmaðurinn Mason Greenwood hefur verið eftirsóttur að undanförnu eftir gott tímabil á láni með Getafe í spænska boltanum á síðustu leiktíð.

Greenwood á ekki afturkvæmt í liðið hjá Manchester United eftir mikinn skandal á Englandi, þar sem hljóðbroti af leikmanninum var dreift um internetið og í því heyrðist í honum þegar hann beitti kærustu sína ofbeldi.

Leikmaðurinn er eftirsóttur en Marseille virðist vera að ganga frá félagsskiptunum sem stendur, þó að Rauðu djöflarnir verðmeti Greenwood á um 40 milljónir punda. Það er upphæð sem Marseille er ekki tilbúið til að greiða, en félögin eru í viðræðum þessa dagana um að lækka kaupverðið niður.

Í staðinn fyrir að hafa hátt kaupverð gæti Man Utd haldið afar háu hlutfalli af endursölurétti leikmannsins, eða um 40 til 50%, og grætt á félagsskiptunum í framtíðinni. Rauðu djöflarnir myndu með þessu fá stóran hluta af næstu sölu Greenwood frá Marseille.

Greenwood er 22 ára gamall og spilaði einn A-landsleik fyrir England, gegn Íslandi á Laugardalsvelli í september 2020. Hann þótti gríðarlega mikið efni og var talinn sem ein af helstu vonarstjörnum Man Utd og enska landsliðsins á þeim tíma, en hrapaði fljótt niður.
Athugasemdir
banner
banner
banner