Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   þri 09. júlí 2024 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samþykkja tilboð Man Utd í Leny Yoro
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lille hefur samþykkt tilboð frá Manchester United í miðvörðinn Leny Yoro.

Fabrizio Romano segir frá þessu en tilboðið hljóðar upp á rúmar 50 milljónir evra.

Lille er að reyna að fá Yoro til að samþykkja það að fara til United þar sem tilboðið frá enska félaginu er það besta sem franska félagið hefur fengið til þessa.

Leikmaðurinn er þó langspenntastur fyrir því að ganga í raðir Real Madrid. Spænska stórveldið hefur líka áhuga á leikmanninum en hefur enn sem komið er ekki lagt fram nægilega gott tilboð.

Yoro er gríðarlega efnilegur franskur miðvörður en hann er aðeins 18 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner