Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur var sáttur við 3-0 sigur sinna manna gegn KV og einnig gladdist hann yfir því að liðið hafi lagað markatölu sína til muna.
,,Við erum mjög sáttir, þetta var líka sex marka leikur, við náðum aðeins að koma til baka í markatölunni."
,,Við duttum aðeins aftar í seinni en við vorum ekki að gefa nein færi á okkur, ég man ekki eftir neinu marktæku sem þeir fengu. Við ætluðum að keyra á þá í byrjun og við gerðum það og náðum fljótu marki."
Andra fannst liðsheildin skapa sigurinn.
,,Liðsheildin, loksins erum við farnir að njóta þess að spila svona saman og þetta small hjá okkur í dag."
Andri segir að liðið ætli sér einfaldlega að vinna alla leiki sem eftir eru í deildinni.
,,Við ætlum okkur að halda okkur uppi, við eigum fimm heimaleiki eftir og við ætlum að taka þá alla og restina af leikjunum, við ætlum að vinna allt."
Viðtalið við Andra má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir