banner
   sun 09. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eftirsóttur hollenskur táningur í Stuttgart - Æfði með Chelsea
Mohamed Sankoh.
Mohamed Sankoh.
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Stuttgart hefur gengið frá samningi við framherjann Mohamed Sankoh.

Sankoh er 16 ára hollenskur sóknarmaður sem hefur frá 2018 verið á mála hjá Stoke City í Englandi.

Honum hefur verið líkt við Romelu Lukaku og var hann til að mynda orðaður við Atletico Madrid og Chelsea. Hann hefur æft með Chelsea að undanförnu en náði víst ekki að heilla nægilega mikið þar.

Hann hefur samið við Stuttgart í Þýskalandi og mun byrja á því að spila með U19 liði félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner