Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. ágúst 2020 12:30
Aksentije Milisic
Solskjær varar Martial og Rashford við: Leikmenn verða að spila fyrir liðið
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur varað Anthony Martial og Marcus Rashford við því að þeir geti farið á bekkinn, spili þeir fyrir sjálfa sig en ekki liðið.

Rashford og Martial eru í baráttunni um hvor þeirra verður markahæsti leikmaður Manchester United á þessari leiktíð en Martial leiðir með einu marki eins og staðan er í dag.

Martial hefur skorað 23 mörk en Rashford 22 og hefur nú stjórinn sagt að menn sem spili ekki fyrir liðið heldur sjálfa sig, fái ekki að spila.

„Það er ekki barátta á milli þeirra. Þú sérð hvernig þeir spila saman, þeir senda alltaf boltann ef hinn er í betra færi," sagði Solskjær.

„Að mínu mati þá má aldrei vera nein barátta á milli samherja sem eru inni á vellinum. Við vinnum að sameiginlegu markmiði sem er að vinna leiki. Ef ég sé að leikmenn spila fyrir sjálfa sig en ekki liðið, þá detta þeir úr liðinu."

„Ég vil ekki hafa sjálfselska leikmenn. Það má ekki vera einn leikmaður sem hugsar að hann verði að skora fleiri mörk en einhvern annar. Það skiptir ekki máli hvort þú skoraðir 15 eða 30 mörk. Það sem skiptir máli er að þú lagðir þitt að mörkum."

Solskjær nefndi þá að Ruud van Nistelrooy hafi alltaf viljað skora að hann hafi verið pirraður eftir leiki sem hann skoraði ekki í. Þrátt fyrir það hafi hann verið mikill liðsmaður og sent boltann ef samherji var í betra færi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner