Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 09. ágúst 2022 15:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð æfir með fallbaráttuliði FH
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með FH, sem er í fallbaráttu í Bestu deildinni.

Frá þessu greinir vefmiðillinn 433.is í dag.

Alfreð gerði ekki nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Augsburg eftir síðasta tímabil og hefur síðan þá verið að leita sér að nýju félagi.

Hann var orðaður við Hammarby og æfði svo með Lyngby í Danmörku, en núna er hann mættur til Íslands.

Það verður áhugavert að sjá hvar þessi öflugi sóknarmaður endar, en núna æfir hann með FH. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum félagi Alfreðs í íslenska landsliðinu, stýrir FH. Það gæti verið gott að hafa leikmann með eins mikil gæði og Alfreð er með á æfingum.

Það er mjög ólíklegt að Alfreð sé á heimleið, hann er 33 ára og á nokkur góð ár eftir á sínum ferli. Félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar víðast hvar í byrjun september og er búist við því að Alfreð verði búinn að finna sér félag fyrir þann tíma.
Athugasemdir
banner
banner