Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 09. ágúst 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Elísa Viðars: Vorum ótrúlega þolinmóðar á boltanum
Kvenaboltinn
Elísa í leik með Val
Elísa í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum alltaf sáttar að taka öll stigin þrjú og að halda markinu okkar hreinu og ekki verra að skora fimm. Það voru erfiðar aðstæður í dag þannig að við erum bara mjög sáttar með okkar frammistöðu.“ Sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals um góðan dag á skrifstofunni þegar Valur vann 5-0 sigur á Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 Valur

Skynskemi og þolinmæði voru einkennandi í leik Valskvenna í kvöld sem fóru sér í engu óðslega og biðu þolinmóðar eftir sóknarfærum gegn liði Keflavíkur sem varðist djúpt á vellinum.

„Við erum að æfa okkur í því að halda svolítið betur í boltann og reyna að velja færin og gegnumbrotin okkar betur. Mér fannst það ganga vel í dag, við vorum ótrúlega þolinmóðar á boltanum hvar sem á var litið hvort sem það var aftast eða í fremstu línu. Stórt hrós á stelpurnar fyrir að sýna þessu verkefni þolinmæði og í raun og veru virðingu og þannig náð að brjóta þær á bak aftur.“

Framundan hjá Elísu og Val er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum gegn Stjörnunni næstkomandi föstudag. Um komandi leik sagði Elísa.

„Stjarnan er með hörkugott lið og þær hafa algjörlega sýnt virði sitt í þessari toppbaráttu og það má ekki vanmeta þær. Við þurfum að mæta klárar í slaginn á föstudaginn og það er bara að duga eða drepast þar. Okkur þykir ekkert leiðinlegt að fara í svona úrslitaleiki og ég er viss um að við mætum þeim á föstudaginn fullgíraðar og klárar í þann leik.“

Sagði Elísa en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner