Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 09. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hertha Berlín fær Boetius á frjálsri sölu (Staðfest)
Jean-Paul Boetius mun halda áfram að spila í Bundesligunni
Jean-Paul Boetius mun halda áfram að spila í Bundesligunni
Mynd: Heimasíða Herthu Berlínar
Hollenski miðjumaðurinn Jean-Paul Boetius er genginn í raðir Herthu Berlín á frjálsri sölu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Berlínarliðinu.

Boetius, sem er 28 ára gamall. fór frá Mainz í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út.

Hann spilaði fyrir Mainz í fjögur ár þar sem hann skoraði 10 mörk í 91 leik.

Boetius hefur áður spilað fyrir Feyenoord, Genk og Basel og á þá 1 landsleik fyrir hollenska landsliðið.

Leikmaðurinn skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Herthu Berlín í Þýskalandi.

Hertha hafnaði í 16. sæti þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð og slapp við fall eftir að hafa unnið Hamburger SV í umspili.
Athugasemdir
banner
banner
banner