Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 09. ágúst 2022 09:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sesko til RB Leipzig (Staðfest) - Lánaður til baka
Mynd: EPA
Í dag tilkynnti þýska félagið RB Leipzig um kaup á slóvenska framherjanum Benjamin Sesko. Sesko kemur frá systurfélagi RB Leipzig, RB Salzburg.

Sesko er nítján ára gamall og skrifar undir samning sem gildir fram á sumarið 2028. Hann er lánaður til baka til Salzburg og mun spila þar á komandi leiktíð.

Manchester United hafði áhuga á Sesko en hafði ekki erindi sem erfiði. Leipzig greiðir um 20 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Sesko er slóvenskur landsliðsmaður og hefur skorað tvö mörk í 13 leikjum. Á síðasta tímabili skoraði hann ellefu mörk í 37 leikjum og hefur skorað tvö mörk í fyrstu fjórum leikjum Salzburg á þessu tímabili.

Manchester United er sagt horfa áfram til Marko Arnautovic hjá Bologna en þó hefur verið greint frá því að ítalska félagið vilji ekki selja sóknarmanninn.

Sjá einnig:
„Nýr Haaland" að koma úr verksmiðju RB Salzburg
Athugasemdir
banner
banner