Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 09. september 2020 19:05
Victor Pálsson
Alphonse Areola til Fulham (Staðfest)
Mynd: Fulham
Fulham hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir komandi átök á Englandi en liðið samdi í kvöld við markvörðinn Alphonse Areola.

Fulham tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og spilar opnunarleikinn gegn Arsenal á laugardag.

Areola kemur til Fulham frá Paris Saint-Germain á láni en enska liðið má svo kaupa hann eftir tímabilið.

Um er að ræða 27 ára gamlan markvörð sem spilaði með Real Madrid á láni á síðustu leiktíð. Þar spilaði Areola þó aðeins fjóra deildarleiki.

Areola hefur spilað með PSG frá árinu 2013 en hefur fjórum sinnum áður verið sendur á lán til Lens, Bastia, Villarreal og svo Real.

Markvörðurinn er 1,95 sentímetrar á hæð og á að baki þrjá landsleiki fyrir Frakkland.

Athugasemdir
banner
banner
banner