Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. september 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draxler sagður á óskalista nýliða Leeds
Draxler í leik með PSG.
Draxler í leik með PSG.
Mynd: Getty Images
Leeds United eru ekki hættir að versla fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

Franski fjölmiðillinn RMC greinir frá því að Leeds hafi áhuga á því að kaupa Þjóðverjann Julian Draxler af Paris Saint-Germain.

Draxler er 26 ára gamall og hefur verið á mála hjá PSG frá 2017. Hann hefur ekki verið neinn lykilmaður fyrir félagið.

Draxler er ekki sagður mjög spenntur varðandi þá tilhugsun að yfirgefa PSG þar sem hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Honum líður vel í París, en félagið sjálft er víst tilbúið að selja hann.

Draxler er sóknarþenkjandi miðjumaður sem á 53 A-landsleiki að baki fyrir Þýskaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner