Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. september 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn Aron á leið til Fulham
Þorsteinn Aron Antonsson í leik með Selfyssingum.
Þorsteinn Aron Antonsson í leik með Selfyssingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Aron Antonsson, ungur miðvörður Selfyssinga, er líklega á leið til Fulham.

Þorsteinn Aron er 16 ára gamall en hann hefur spilað vel með Selfyssingum í toppbaráttunni í 2. deild í sumar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Þorsteinn spilað sinn síðasta leik með Selfyssingum en hann tilkynnti liðsfélögum sínum þetta í gær.

„Það er ekkert frágengið en þessu miðar vel áfram," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Þorsteins, við Fótbolta.net í dag.

Þorsteinn Aron skoraði eina markið þegar Selfoss lagði Fjarðabyggð á sunnudaginn.

Selfyssingar eru í 2. sæti í 2. deildinni í augnablikinu og í harðri toppbaráttu. Liðið heimsækir Víði Garði í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner