Franski framherjinn Antoine Griezmann er kominn aftur til Atletico Madrid eftir misheppnaða tveggja ára dvöl hjá Barcelona.
Barca lánaði Griezmann aftur til Atletico í eitt tímabil en í lánssamningnum er bæði kaupmöguleiki og kaupskylda auk möguleika á að lengja lánstímabilið um eitt ár.
Kaupskyldan virkjast ef Griezmann spilar minnst 50% leikja Atletico á tímabilinu og hljóðar hún uppá 40 milljónir evra samkvæmt spænskum fjölmiðlum.
Griezmann var skærasta stjarna Atletico í fimm ár þar sem hann skoraði 133 mörk í 257 leikjum fyrir félagið. Hjá Barca hefur hann átt erfitt uppdráttar en þó gert 35 mörk í 102 leikjum.
Athugasemdir