Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 09. september 2021 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Griezmann keyptur ef hann spilar helming leikja
Franski framherjinn Antoine Griezmann er kominn aftur til Atletico Madrid eftir misheppnaða tveggja ára dvöl hjá Barcelona.

Barca lánaði Griezmann aftur til Atletico í eitt tímabil en í lánssamningnum er bæði kaupmöguleiki og kaupskylda auk möguleika á að lengja lánstímabilið um eitt ár.

Kaupskyldan virkjast ef Griezmann spilar minnst 50% leikja Atletico á tímabilinu og hljóðar hún uppá 40 milljónir evra samkvæmt spænskum fjölmiðlum.

Griezmann var skærasta stjarna Atletico í fimm ár þar sem hann skoraði 133 mörk í 257 leikjum fyrir félagið. Hjá Barca hefur hann átt erfitt uppdráttar en þó gert 35 mörk í 102 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner