Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. september 2021 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Fjögur mörk á korteri í úrslitaleiknum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fagnar sigri í deildinni í kvöld.
KR fagnar sigri í deildinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Afturelding og FH áttust við í kvöld í úrslitaleik um sæti í efstu deild kvenna á næsta ári.

Leikurinn var jafn og fengu bæði lið góð færi til að skora áður en Sigrún Gunndís Harðardóttir kom heimamönnum í Mosfellsbæ yfir eftir hornspyrnu á 69. mínútu og þá opnuðust flóðgáttirnar.

Fimm mínútum síðar gerðu varnarmistök hjá FH Rögnu Guðrúnu Guðmundsdóttur kleift að tvöfalda forystuna og bætti hún svo þriðja markinu við skömmu síðar eftir góðan undirbúning frá Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur.

Guðrún Elísabet gerði fjórða og síðasta mark leiksins eftir fyrirgjöf á 84. mínútu og þessi 15 mínútna kafli reyndist FH-ingum ansi dýrkeyptur.

Afturelding fer því upp í efstu deild ásamt KR, sem endar í toppsæti Lengjudeildarinnar eftir að hafa lagt Gróttu að velli í nágrannaslag.

Afturelding 4 - 0 FH
1-0 Sigrún Gunndís Harðardóttir ('69 )
2-0 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('74 )
3-0 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('78 )
4-0 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('84 )

Lestu um leikinn



Grótta byrjaði af krafti gegn KR en missti dampinn snemma þegar Kathleen Rebecca Pingel skoraði snyrtilegt mark. KR tók völdin og tvöfaldaði Kathleen forystuna eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Grótta reyndi að koma til baka í síðari hálfleik en Aideen Hogan Keane gerði út um viðureignina með þriðja og síðasta markinu á 77. mínútu.

Grótta er því fallið úr Lengjudeildinni á markatölu eftir þetta tap. ÍA fellur með Gróttu eftir dramatískt jafntefli við Hauka en HK og Augnablik bjarga sér eftir innbyrðisviðureign.

Grótta 0 - 3 KR
0-1 Kathleen Rebecca Pingel ('19 )
0-2 Kathleen Rebecca Pingel ('44 )
0-3 Aideen Hogan Keane ('77 )

Lestu um leikinn

Það verður fagnað dátt í Kópavogi í kvöld eftir að Augnablik vann nágrannaslaginn gegn HK og bjargaði sér um leið frá falli á ævintýralegan hátt með þremur sigrum í fjórum síðustu leikjum tímabilsins.

Víkingur R. lagði þá Grindavík að velli, en Grindavík endar aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið þrátt fyrir að hafa ekki átt raunverulega fallhættu í kvöld.

Að lokum gerði ÍA jafntefli við Hauka og hefðu Skagakonur getað bjargað sæti sínu í deildinni með sigri. Gríðarlega svekkjandi fyrir ÍA sem fellur niður í 2. deild.

HK 0 - 2 Augnablik
0-1 Björk Bjarnadóttir ('72)
0-2 Eyrún Vala Harðardóttir ('84)

Haukar 3 - 3 ÍA

Víkingur R. 1 - 0 Grindavík
1-0 Nadía Atladóttir ('29)

Lokastaðan:
1. KR
2. Afturelding

3. FH
4. Víkingur R.
5. Haukar
6. Grindavík
7. Augnablik
8. HK

9. Grótta
10. ÍA
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner