„Ég er fúll, það eru fyrstu viðbrögð," sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR, eftir 6-0 tap gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.
„Við látum refsa okkur fyrir öll mistök og við náum ekki að refsa fyrir nein mistök. Fyrir utan það er margt jákvætt sem við tökum úr þessu. Við fengum góða sénsa til að skora. Við verðum að finna eitthvað jákvætt og taka það í næsta leik."
„Við látum refsa okkur fyrir öll mistök og við náum ekki að refsa fyrir nein mistök. Fyrir utan það er margt jákvætt sem við tökum úr þessu. Við fengum góða sénsa til að skora. Við verðum að finna eitthvað jákvætt og taka það í næsta leik."
Lestu um leikinn: KR 0 - 6 Valur
Valur er á toppnum en KR á botninum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við breytum um kerfi í sumar. Þeir leikmenn sem voru tilbúnir í dag hentuðu ágætlega fyrir það hvernig við lögðum leikinn upp. Þær ná að refsa fyrir lítil augnablik og þær eru ógeðslega góðar í því. Þær eru langbesta liðið á landinu í því að refsa fyrir öll mistök."
Arnar segist hafa verið ósáttur við rangstöðumörk sem voru tekin af KR í leiknum, en hann þurfi að sjá það aftur.
Spiluðu ekki leik í heilan mánuð
Þetta var fyrsti leikurinn sem KR spilar í heilan mánuð vegna þess hvernig leikirnir röðuðust niður.
„Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er fáránlegt. Það þekkja það allir fótboltamenn að það er erfiðara að gíra sig upp í að mæta á æfingu eftir æfingu að sumri til. Þetta á ekki að gerast. KSÍ þarf að skoða hvernig á að koma í veg fyrir þetta," sagði Arnar.
„Við spiluðum einn leik við 3. flokk karla. Svo fengum við nokkra stráka lánaða og spiluðum ellefu gegn ellefu á æfingu. Það er svo langt frá því að vera líkt því sem gerist út á velli hérna."
Látinn fara frá KR
KR er á botninum en Arnar segist enn hafa fulla trú á því að liðið geti haldið sér uppi. „Við teljum okkur alveg geta unnið þessi lið sem við eigum eftir."
Við sögðum frá því fyrr í dag að Arnar væri á förum frá KR eftir tímabil. Hann var spurður hvort hann gæti eitthvað tjáð sig um það.
„Ég get tjáð mig um mín mál. Ég fékk tilkynningu um að það yrðu breytingar í meistaraflokki, ég yrði ekki áfram. Ég er líka að þjálfa í yngri flokkunum, en eftir þetta tók ég ákvörðun um að hætta alfarið í félaginu þegar tímabilið klárast," sagði Arnar.
„Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu - sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum - en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig."
Gerir þetta honum erfiðara fyrir að gíra sig upp í síðustu leiki tímabilsins?
„Það gerði það til að byrja með, ég get viðurkennt það. Fyrstu dagana eftir að ég fékk þessa tilkynningu þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að félagið sé að gera mistök með þessu," sagði Arnar.
Óvíst er hvort Christopher Harrington, sem hefur þjálfað liðið með Arnari undanfarið, verði áfram.
Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir