Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. september 2022 11:20
Elvar Geir Magnússon
„Galdramaðurinn“ Tiago framlengir við Fram
Tiago er 27 ára gamall.
Tiago er 27 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðjumaðurinn reynslumikli Tiago Fernandes hefur endurnýjað samning sinn við Fram til 2024 en félagið hefur tilkynnt þetta.

„Portúgalinn hefur átt frábært tímabil í bláu treyjunni og sýnt töfra sína í deild þeirra bestu," segir á heimasíðu Fram.

„Stjórn og þjálfarar eru gríðarlega ánægð með að hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu galdramannsins!"

Frammistaða í sumar Tiago hefur komið mörgum á óvart en hann átti ekki gott tímabil með Grindavík í Lengjudeildinni í fyrra. Tiago lék með Fram 2018 og 2019.

„Á sínum tíma ákvað að hann reyna fyrir sér annars staðar en það gekk því miður ekki hjá honum. Honum langaði að komast á hærra level en að vera í 1. deildinni. Við tókum hann ekki þegar hann fór svo í Grindavík, hann var ekki alveg að henta okkur þá. En við vitum alveg hvernig leikmaður hann er," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, í útvarpsþættinum Fótbolti.net í júlí.

„Ég var aldrei í nokkrum vafa um að hann gæti orðið mjög góður úrvalsdeildarleikmaður. Hann er þannig týpa að því hærra level sem hann fer á, því betri leikmaður verður hann. Það er mikil samkeppni hjá okkur og samkeppni á að gera góða leikmenn enn betri. að var kannski aðeins of 'kósí' fyrir hann í Grindavík en hjá okkur eru menn á kantinum sem eru tilbúnir að stökkva inn ef einhver er ekki að standa sig."

Fram er í áttunda sæti í Bestu deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner