Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 09. september 2024 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koeman: Depay getur áfram verið hluti af landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, var alls ekki hrifinn af því þegar Steven Bergwijn fór frá Ajax og samdi í Sádi-Arabíu.

Annar leikmaður, sem lék stórt hlutverk á EM í sumar, er að semja við félag utan Evrópu.

Memphis Depay byrjaði leiki sem fremsti maður Hollands í sumar og er hann ganga í raðir Corinthians í Brasilíu.

„Ég var ekki hrifinn af skiptum Bergwijn til Sádi, en þetta getur verið öðruvísi með Memphis."

„Getustigið á deildinni í Brasilíu er öðruvísi. Svo já, Depay getur ennþá verið hluti af landsliðinu, en það fer eftir standinu á honum og hvort hann persónulega nær að halda áfram að spila á sínu getustigi,"
sagði Koeman.
Athugasemdir
banner
banner