Framtíð reynslumikilla leikmanna Liverpool í óvissu, Barcelona vill fá leikmenn úr þýsku deildinni og Manchester United hefur áhuga á Rabiot. Þetta og fleira í slúðurpakkanum í dag.
Samningur Virgil van Dijk (33), fyrirliða Liverpool, rennur út næsta sumar og þessi hollenski landsliðsmaður segist vilja skrifa undir nýjan samning um að vera hjá félaginu fram að HM 2026. Mirror)
Mohamed Salah, framherji Liverpool (32), er á óskalistum Paris St-Germain og Juventus en Egyptinn verður samningslaus næsta sumar. (El Nacional)
Arsenal er ekki tilbúið að láta ítalska miðjumanninn Jorginho (32) fara frá félaginu en Galatasaray hafði áhuga á að fá hann inn áður en tyrkneska félagaskiptaglugganum lokar. (Talksport)
Barcelona vill fá Jonathan Tah (28) varnarmann Bayer Leverkusen og Joshua Kimmich (29) miðjumann Bayern München. Óvissa ríkir um framtíð úrúgvæska varnarmannsins Ronald Araujo (25) og hollenska miðjumannsins Frenkie de Jong (27) á Nývangi. (Mundo Deportivo)
Paris St-Germain vinnur að því að framlengja samning stjórans Luis Enrique, sem gildir til júní 2025. (Fabrizio Romano)
Kanadíski framherjinn Jonathan David (24) hjá Lille, sem var orðaður við Chelsea í sumar, hefur sagt að hann hafi átt í viðræðum við „nokkur félög“ en hann hafi valið að vera áfram. Þessi 24 ára gamli leikmaður bætti við að hann væri nú að ræða um að framlengja samning sinn við Lille. (Athletic)
Atletico Madrid, Barcelona og Juventus eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Thomas Partey (32), ganverskum miðjumanni Arsenal. (Caught Offside)
Manchester United og Newcastle United hafa áhuga á franska miðjumanninum Adrien Rabiot (29), sem er laus eftir að hafa yfirgefið Juventus í sumar. (Caught Offside)
Hægri bakvörðurinn Kieran Trippier (33) þrýstir á að fá að fara frá Newcastle vegna áhuga frá Fenerbahce, sem Jose Mourinho stýrir, og Besiktas. (Talksport)
Fenerbahce hefur gert munnlegt samkomulag um að fá um að serbneska kantmanninn Filip Kostic (32) frá ítalska félaginu Juventus. (Tuttosport)
Manchester United hefur áhuga á Juanlu Sanchez (21), kantmanni Sevilla, en mætir samkeppni frá Real Madrid (ABC Sevilla)
Hollenski framherjinn Memphis Depay (30), sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid, hefur lokið læknisskoðun og ætlar nú að skrifa undir samning til ársins 2026 við brasilíska félagið Corinthians. (Fabrizio Romano)
Manchester City ætlar að láta Pep Guardiola fá 100 milljónir punda til að styrkja sóknarlínuna í janúar. (Sun)
Athugasemdir