Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fannst óþægilegt að hafa myndavélarnar í klefanum
Jesse Marsch, þjálfari RB Salzburg
Jesse Marsch, þjálfari RB Salzburg
Mynd: Getty Images
Jesse Marsch, þjálfari RB Salzburg í Austurríki, viðurkennir að honum hafi fundist frekar óþægilegt að horfa á myndband af hálfleiksræðunni hans gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu.

Marsch var með magnaða ræðu yfir drengjum sínum í hálfleik en hún skilaði góðum árangri.

Liðið jafnaði metin í 3-3 og sýndi mikinn karakter áður en Liverpool skoraði sigurmarkið.

Salzburg var að mynda Marsch í hálfleik og fór hálfleiksræða hans í dreifingu um alla samfélagsmiðla en Marsch leið óþægilega með það.

„Þetta er gert til að fólk sjái hvað er að gerast í augnablikinu og þetta var ekkert sérlega þægilegt fyrir okkur. Þetta var hins vegar raunverulegt," sagði Marsch.

„Þetta er ekki alltaf þægilegt en ég held að fólk muni kunna að meta þetta. Raunverulegar aðstæður í lífinu og fólk er alltaf eitthvað sem er áhugavert," sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner