Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. október 2021 19:50
Victor Pálsson
Í bann út tímabilið fyrir að veðja á tvo leiki
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Getty Images
Felipe Hernandez, leikmaður Sporting Kansas í Bandaríkjunum, mun ekki spila fleiri leiki með félaginu á þessari leiktíð.

Hernandez er 23 ára gamall Kólumbíumaður en hann hefur spilað með Kansas í sjö ár eftir að hafa samið árið 2014.

Þessi ágæti miðjumaður á að baki 24 leiki fyrir Kansas og hefur í þeim skorað eitt mark en hann hefur nú verið settur í leikbann út þessa leiktíð.

Bandaríska knattspyrnusambandið komst að því að Hernandez hafi veðjað á tvo leiki í MLS-deildinni á þessu tímabili sem er stranglega bannað og er honum í kjölfarið refsað.

Í þessari rannsókn kom þó í ljós að Hernandez hafi ekki veðjað á leiki síns liðs en hvaða leikir þetta voru er ekki tekið fram.

Hernandez viðurkennir sjálfur að hann sé að glíma við spilafíkn og ætlar að leita sér hjálpar eftir þennan dóm sambandsins.

Á þessu tímabili hafði Hernandez spilað sex leiki fyrir Kansas og í þeim skorað eitt mark og lagt upp tvö.
Athugasemdir
banner
banner