Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 10:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allir á Íslandi viti hver Óskar Hrafn er og hvað hann getur"
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir erfitt tímabil lengst af, þá hefur gengið vel hjá KR að undanförnu. Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við liðinu fyrir nokkrum vikum síðan og undir hans stjórn hefur liðið verið að finna taktinn.

Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Real Sociedad á Spáni og sonur Óskars, telur að KR muni rísa aftur á ný með föður sinn við stjórnvölinn.

„Þetta er bara geggjað, 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum," sagði Orri við Fótbolta.net í gær.

„Það tekur smá tíma að komast inn og fá þá til að kaupa inn í hann. Það tekur alltaf tíma en ég held að allir á Íslandi viti hver Óskar Hrafn er og hvað hann getur. Það er engin spurning hvað hann getur gert með KR þegar hann fær það sem hann þarf. Þá verða KR hættulegir."

Orri kveðst spenntur að fylgjast með KR í framhaldinu.

„Ég get ekki beðið. Ég verð fyrir framan sjónvarpið fyrir hvern einasta leik hjá KR og fylgist spenntur með. Ég vona auðvitað að þeim gangi sem best," sagði sóknarmaðurinn öflugi.
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Athugasemdir
banner
banner
banner