Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   mið 09. október 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ekki búnir að bjóða Theo Hernández nýjan samning
Mynd: EPA
Theo Hernández er einn af allra bestu bakvörðum ítalska boltans og víðar. Hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki í liði AC Milan undanfarin ár en hann á tæplega tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Hernández þar sem hann hefur verið orðaður við ýmis stórveldi víðs vegar um Evrópu. Þá segja orðrómar að launakröfur Hernández séu orðnar alltof háar fyrir Milan.

Manuel Quilón er umboðsmaður Hernández og gefur hann lítið fyrir sögusagnir.

„Við erum ekki í viðræðum við Milan, við höfum ekki rætt um samningsmál síðan í júní. Við sögðum við stjórnina að Theo líður vel hjá félaginu, en eftir það fengum við hvorki símtal né samningstilboð," segir Quilón.

„Það er ekki satt að við erum að biðja um 8 milljónir evra í árslaun eftir skatt."

Quilón bætti þó við að eins og allir vita þá geta hlutirnir breyst hratt í fótboltaheiminum.

„Hlutirnir geta breyst hratt. Eins og staðan er í dag þá er Theo ánægður hjá Milan og tilbúinn til að skrifa undir nýjan samning. Ég veit ekki hvernig staðan verður eftir eitt ár, en í dag þá líður honum vel."

Hernández er 27 ára gamall og er nú þegar kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar eftir sjö fyrstu umferðirnar á nýju deildartímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner