Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba langt kominn heim til Frakklands?
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba er sagður langt kominn í viðræðum við franska félagið Marseille.

Pogba féll á lyfjaprófi í fyrra og var dæmdur í fjögurra ára bann. Það bann var stytt í 18 mánuði á dögunum og getur hann hafið æfingar aftur í janúar. Hann má svo byrja að spila í mars.

Pogba er 31 árs gamall og hefur ekki spilað keppnisfótbolta síðan í september 2023. Hann er núna samningsbundinn Juventus en það er talið líklegt að þeim samningi verði rift í janúar. Pogba er ekki hluti af plönum félagsins og má fara annað.

Pogba hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum en núna segir fjölmiðlamaðurinn Malick Traore að hann sé langt kominn í viðræðum við Marseille. Hann muni semja þar þegar hann megi byrja að æfa í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner