Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
   mið 09. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að McTominay geti orðið einn sá besti í sögu félagsins
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay hefur farið vel af stað með Napoli á Ítalíu.

McTominay skipti frá uppeldisfélagi sínu, Manchester United, til Napoli í sumar. Hann hefur þegar skorað tvö og lagt upp fyrir Napoli sem er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Umboðsmaðurinn Cristian Bosco hefur verið að tjá sig um Napoli og McTominay í ítölskum fjölmiðlum, en hann telur að Skotinn geti orðið einn besti miðjumaður í sögu ítalska félagsins.

„McTominay á enn eftir að sanna sig á Ítalíu en hann getur orðið einn besti miðjumaður í sögu Napoli," segir Bosco.

„Napoli er með enga andstæðinga í Serie A á tímabilinu, þeir geta bara eyðilagt fyrir sjálfum sér."

Napoli styrkti sig vel í sumar og réði Antonio Conte sem stjóra. Það hefur gengið vel til að byrja með.
Athugasemdir
banner