Valgeir Lunddal lenti í því í sumar að Fabrizio Romano, stærsti fótboltablaðamaður í heimi, fjallaði um hann á samfélagsmiðlum.
Romano, sem er með meira en 22 milljónir fylgjenda á X samfélagsmiðlinum, deildi því í júlí að Valgeir væri búinn að skrifa undir hjá Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi og að félagið væri að reyna að kaupa hann.
Romano, sem er með meira en 22 milljónir fylgjenda á X samfélagsmiðlinum, deildi því í júlí að Valgeir væri búinn að skrifa undir hjá Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi og að félagið væri að reyna að kaupa hann.
Düsseldorf endaði svo á að kaupa Valgeir undir lok félagaskiptagluggans en það var athyglisvert að Romano fjallaði um þessi skipti þar sem félagið er í B-deild Þýskalands og hann er ekki vanur að fjalla mikið um félagaskipti í þeirri deild.
„Þetta gerðist mjög hægt en í endann var þetta mjög hratt. Á gluggadeginum fékk ég sex tíma til að pakka í töskur og fara. Ég var búinn að bíða eftir þessu lengi. Ég var búinn að skrifa undir samning og Düsseldorf vildi fá mig strax en Häcken vildi bíða og sjá með Evrópu því við vorum tæpir að komast inn í riðlakeppni. Ég er ánægður að þetta gekk upp að lokum," sagði Valgeir en hvernig atvikaðist það að Romano væri að tísta um hann?
„Ég hef ekki hugmynd. Þetta poppaði allt í einu upp. Það var gaman að sjá nafnið mitt þarna en ég hef ekki hugmynd."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan en Valgeir er ánægður með það hvernig lífið er að byrja hjá Düsseldorf.
???????? Valgeir Lunddal Fridriksson has signed pre-contract as new Fortuna Düsseldorf player from January.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 15, 2024
Deal completed, waiting to see if Fortuna Düsseldorf can agree on compensation with Häcken to bring in the player already this summer. pic.twitter.com/KelAdrmU4z
Athugasemdir