Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. nóvember 2020 15:45
Elvar Geir Magnússon
Aðgerðin á Ansu Fati tók 90 mínútur
Frá í fjóra mánuði
Ansu Fati verður frá næstu mánuði.
Ansu Fati verður frá næstu mánuði.
Mynd: Getty Images
Ungstirnið Ansu Fati fór í hnéaðgerð í dag en samkvæmt fjölmiðlum tók aðgerðin einn og hálfan tíma, heilan fótboltaleik, í framkvæmd.

Þessi átján ára strákur fór af velli í hálfleik í 5-2 sigri Barcelona gegn Real Betis um helgina.

Katalóníufélagið gaf út yfirlýsingu eftir leikinn þar sem kom fram að spænski landsliðsmaðurinn hefði meiðst illa á vinstra hné.

Barcelona hefur gefið það út að hann verði frá í um fjóra mánuði.

Fati er einn mest spennandi ungi leikmaður í heimi og hefur verið í stóru hlutverki undir stjórn Ronald Koeman. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán í september.



Athugasemdir
banner
banner
banner