Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. nóvember 2020 14:40
Magnús Már Einarsson
Axel Óskar inn í U21 - Ísak Óli ekki með gegn Ítalíu
Axel Óskar Andrésson
Axel Óskar Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson, varnarmaður Viking, hefur verið kallaður inn í U21 landsliðshópinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM.

Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudag áður en taka við útileikir gegn Írlandi og Armeníu.

Ísak Óli Ólafsson, miðvörður SönderjyskE, spilar bikarleik með liði sínu í Danmörku á miðvikudaginn áður en hann kemur til móts við U21 hópinn.

Ísak verður því ekki með U21 liðinu gegn Ítalíu á fimmtudag.

Leikurinn við Ítalíu á fimmtudag er mjög mikilvægur í baráttunni um sæti á EM. Efsta liðið fer beint á EM en liðið í öðru sæti riðilsins fer í umspil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner