Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 09. nóvember 2020 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Iachini rekinn frá Fiorentina - Prandelli tekur við (Staðfest)
Ítalska félagið Fiorentina gerði þjálfarabreytingar í kvöld en Giuseppe Iachini hefur verið rekinn frá félaginu og þá tekur Cesare Prandelli við stöðunni.

Iachini var látinn taka poka sinn eftir að Fiorentina tókst aðeins að ná í átta stig úr fyrstu sjö leikjunum í deildinni.

Félagið ákvað að bregðast við með því að ráða Prandelli en hann þjálfaði einmitt liðið frá 2005 til 2010.

Prandelli er hokinn af reynslu en ásamt því að hafa þjálfað Fiorentina þá hefur hann einnig þjálfað ítalska landsliðið frá 2010 til 2014..

Hann hefur verið án starfs síðan í júní á síðasta ári en hann var þá látinn fara frá Genoa eftir aðeins sex mánuði.
Athugasemdir
banner
banner