Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. nóvember 2020 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Thorgan Hazard: Eden er óheppinn
Eden Hazard
Eden Hazard
Mynd: Getty Images
„Eitt ár er langur tími. Ég vona að þessu fari nú að ljúka bráðlega því bæði Belgía og Real Madrid sakna hans," sagði Thorgan Hazard við belgíska blaðamenn í dag er hann var spurður út í fjarveru bróður hans, Eden Hazard.

Real Madrid keypti Eden frá Chelsea á síðasta ári fyrir 160 milljónir evra en honum hefur ekki tekist að sanna sig á Spáni og hafa meiðsli þá sett strik í reikninginn.

Um það bil ár er síðan Eden spilaði síðast fyrir belgíska landsliðið en hann var að gera sig kláran að spila með þeim í Þjóðadeildinni nú í nóvember áður en hann greindist með kórónaveiruna.

„Hann er einn besti leikmaður heims og það er alltaf betra að hafa hann með í hópnum. Real Madrid tapaði síðustu helgi án hans og við þurfum hann í 100 prósent formi," sagði Thorgan, sem leikur með Borussia Dortmund í Þýskalandi.

„Honum líður vel. Hann er heilsuhraustur og meiðslin eru ekki að hrjá hann lengur en núna er hann hins vegar kominn með kórónaveiruna. Ég vona það verði ekki eitthvað meira sem kemur upp."

„Þetta kom honum á óvart og hann er mjög óheppinn. Núna er hann frá í tvær vikur til viðbótar. Hann getur ekki gert neitt í þessu," sagði Thorgan í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner