City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   þri 09. nóvember 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestu vinir, nágrannar á Skaganum og nú saman hjá FCK - „Eiginlega galið"
Hákon með gæðin fyrir A-landsliðið - Undir Orra komið
Icelandair
Hákon og Ísak Bergmann
Hákon og Ísak Bergmann
Mynd: Instagram/Isak.Bergmann
Hákon Arnar skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með FCK
Hákon Arnar skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með FCK
Mynd: Getty Images
Þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru bestu vinir og fjölskyldur þeirra búa á móti hvor annarri á Akranesi. Frá þessu sagði Ísak á fréttamannafundi í dag. Hann er staddur í Rúmeníu og undirbýr sig fyrir landsleik gegn heimamönnum á fimmtudag.

Ísak gekk í raðir FCK í haust og hitti þar fyrir jafnaldra sinn frá Skaganum í Hákoni Arnari. Ísak var spurður út í tíma sinn til þessa hjá FCK á fundinum í dag.

Fyrstu vikur í Kaupmannahöfn, hvernig hefur lífið verið?

„Það hefur verið frábært hingað til þótt það hafi verið upp og niður hjá liðinu. Ég hef spilað meira en ég bjóst við. Ég vann mig inn í liðið eftir síðasta glugga, spilaði þrjá leiki, þar á meðal nágrannaslaginn gegn Bröndby. Síðan meiddist ég um daginn en þetta hefur verið mjög fínt hingað til."

Hákon Arnar komið inn í liðið að undanförnu og staðið sig vel. Hvernig sérð þú hans innkomu?

Viðtal við Hákon:
Skoraði síðast með skalla í fjórða flokki - „Tilfinningin var mögnuð"

„Hann hefur komið inn með kraft og er mjög orkumikill þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum sínum og skoraði geðveikt mark þar sem hann býr sér til frábært pláss og flikkið þegar hann leggur boltann út í teiginn er geðveikt. Ég hef séð þessi gæði frá honum frá því við vorum tíu ára, við spiluðum saman upp alla yngri flokkana í ÍA og að spila núna saman í FCK er geðveikt og forréttindi í raun og veru."

Hafiði náð að halda sambandinu eftir að þú fórst út til Svíþjóðar?

„Við erum bestu vinir. Við búum á móti hvor öðrum upp á Skaga og erum núna saman í FCK í Superliga - það er eiginlega galið. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni, það yrði draumur. Það er geðveikt að vera saman tveir í FCK."

Þú hefur séð Hákon meira en við. Finnst þér að hann hefði jafnvel getað verið í A-landsliðinu núna?

„Algjörlega, hann hefur gæðin og allt til að vera í A-landsliðinu finnst mér. Hugarfarið er líka upp á tíu. Það er undir þjálfurunum komið hvort hann sé valinn eða ekki en hann hefur klárlega gæðin í það."

Íslendingafílingurinn í FCK. Eruði saman á borði og myndið þið einhverja klíku þarna?

„Við erum mikið saman; ég, Andri og Hákon. Svo er Orri Steinn Óskarsson að koma aðeins upp núna. Hann hefur verið að gera mjög góða hluti með U19 og við erum fyrst og fremst mjög þakklátir að vera allir saman Íslendingarnir. Þegar við komum út á æfingar skiptir það svo engu máli, við erum auðvitað mjög mikið saman utan vallar og það er mjög þægilegt."

Varðandi Orra, hvað helduru að það sé langt í að hann fái mínútur með aðalliðinu?

„Hann æfir vanalega með okkur daginn eftir leiki. Hann er að standa sig mjög vel með U19 og á skilið að fá að æfa með okkur. Það er undir komið að nýta tækifærin þegar þau koma," sagði Ísak.
Athugasemdir
banner