Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. nóvember 2024 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Ingi í ÍBV (Staðfest) - Fetar í fótspor föður síns
Arnór Ingi og Þorlákur Árnason handsala samninginn
Arnór Ingi og Þorlákur Árnason handsala samninginn
Mynd: ÍBV
Bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn í raðir ÍBV frá Leikni en hann fetar þar með í fótspor föður síns. Þetta kemur fram í tilkynningu Eyjamanna í dag.

Arnór Ingi er 23 ára gamall en hann lék með Leikni frá 2020, með stuttri viðkomu í Val.

Hann spilaði 83 leiki og skoraði 2 mörk á tíma sínum hjá Leikni en yfirgaf félagið á dögunum eftir að hafa rift samningi sínum.

ÍBV tilkynnti í dag um komu hans en hann er annar leikmaðurinn sem ÍBV fær frá Leikni í þessari viku á eftir Omar Sowe.

Arnór fetar í fótspor föður síns, Kristins Inga Lárussonar, sem var meðal annars í liði ÍBV sem varð Íslandsmeistari- og bikarmeistari árið 1998.

Hermann Hreiðarsson stýrði ÍBV aftur upp í efstu deild á nýafstaðinni leiktið en hætti með liðið eftir tímabilið. Þorlákur Árnason tók við og mun stýra Eyjamönnum í Bestu deildinni á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner