Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. nóvember 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Elí skrifaði undir samning út 2026
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Elí Sævarsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu en hann gildir út tímabilið 2026.

Vinstri bakvörðurinn hefur verið eftirsóttur en fram kom á Fótbolta.net í gær að Valur hafi lagt mikla áherslu á að fá hann í sínar raðir.

„Í haust sem og áður í gegnum tíðina hafa önnur félög sýnt Aroni áhuga en hann hefur sýnt tryggð við Aftureldingu og framlengt samning sinn vð félagið sem eru mikil gleðitíðindi." Segir í tilkynningu frá Aftureldingu.


Aron Elí gekk til liðs við Aftureldingu árið 2020 frá Val en hann var gerður að fyrirliða árið 2021. Hann hefur verið algjör lykilmaður og spilaði alla leiki fyrir liðið þegar það vann sér sæti í Bestu deildinni í sumar.

Hann er uppalinn í Val en hefur einnig leikið með KH, HK, Þór og Haukum. Hann hefur spilað 202 KSÍ leiki og skorað í þeim 22 mörk.


Athugasemdir
banner
banner