29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 09. desember 2022 16:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Bjarna: Erfitt að keppa við félögin sem eru með mun hærra budget
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron í leik með Sirius. 'Heilt yfir er ég nokkuð sáttur'
Aron í leik með Sirius. 'Heilt yfir er ég nokkuð sáttur'
Mynd: Guðmundur Svansson
Æfingarnar sjálfar eru góðar hérna heima, en úti er meira lagt upp úr einstaklingsþjálfun út frá myndböndum, þar eru fleiri þjálfarar á æfingasvæðinu og æft snemma á daginn sem gefur fleiri tækifæri til að æfa aukalega
Æfingarnar sjálfar eru góðar hérna heima, en úti er meira lagt upp úr einstaklingsþjálfun út frá myndböndum, þar eru fleiri þjálfarar á æfingasvæðinu og æft snemma á daginn sem gefur fleiri tækifæri til að æfa aukalega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég myndi segja að umhverfið fyrir íslenska leikmenn væri betra í Svíþjóð
Ég myndi segja að umhverfið fyrir íslenska leikmenn væri betra í Svíþjóð
Mynd: Sirius
„Verið kannski svart og hvítt. Fyrsta árið meiddist ég rétt fyrir tímabil og var lengi að finna út úr því. Í ár spilaði ég alla leiki og gekk persónulega nokkuð vel. Þessi tvö ár voru mjög ólík," sagði Aron Bjarnason, leikmaður sænska félagsins Sirius, við Fótbolta.net í dag.

Hann er uppalinn í Þrótti en lék einnig með Fram, ÍBV, Breiðabliki og Val áður en hann fór í atvinnumennsku erlendis. Hann fór til Ungverjalands í sumarglugganum 2019, fór þá til Honved en lék með Val á láni sumarið 2020. Snemma árs 2021 samdi hann svo við Sirius.

„Seinna árið var miklu skemmtilegra. Það var gaman að spila í ár, spilaði í nýrri stöðu og við tókum nokkra góða sigra. Ég fílaði mig ágætlega í vængbakverðinum, svolítið öðruvísi, meiri varnarleikur og kannski aðeins minna í sókninni, en ég reyndi að skapa eins og ég gat. Það verður held ég breyting á því núna og mögulega var þetta bara eitt tímabil (þar sem ég spila vængbakvörð)."

„Ég byrjaði frekar vel, náði aðeins að skora og leggja upp - hefði viljað leggja upp meira. Seinni hlutann vorum við aðeins minna sóknarsinnaðir og því erfitt að fara fram á mikið sóknarhlutverk. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur."


Erfitt að keppa við félögin sem hafa úr mun hærri fjárhæðum að spila
Er Sirius með eitthvað opinbert markmið hvar félagið vill vera í töflunni?

„Nei, í rauninni ekki. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að gera betur en í fyrra. Við enduðum bara á sama stað. Það er erfitt fyrir félag með mun minna budget en þessi efstu lið að ætla fara fram á eitthvað Evrópusæti eða slíkt. Það var ekki markmiðið en ég held að í framtíðinni vilji þeir klárlega stefna þangað."

Liðið endaðir í 11. sæti líkt og 2021. Hjá Sirius spilar Aron fyrir framan 5-6 þúsundum manns í hverjum heimaleik. Hvernig er stemningin?

„Það er mjög góð stemning, stuðningurinn var mjög góður í ár og mögnuð stemning þegar stóru liðin komu. Það var alltaf fullsetið þegar þau komu í heimsókn."

„Mér fannst skemmtilegast að spila í Stokkhólmi; AIK, Djurgården og Hammarby. Síðan er líka nánast fullsetið á heimavöllum Malmö og Gautaborg. Það er langskemmtilegast að spila þar sem eru mestu lætin. Maður heyrir ekki mikið í samherjunum þegar það eru mikil læti og ekki mikið um samskipti milli leikmanna."


Aron á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. „Ég býst allavega við því að ég taki næsta tímabil þar. Svo verður að koma í ljóst hvort eitthvað komi upp, maður er svo sem alveg opinn fyrir því ef það kæmi. Ég býst bara við því að vera áfram."

Meira krefjandi verkefni
Hvernig er að spila í Sirius borið saman við að vera í toppbaráttu á Íslandi?

„Þetta er svolítið öðruvísi, það er mjög skemmtilegt að vera í toppbaráttunni heima - mögulega í Evrópukeppni. Hjá Sirius er kannski sætt sig við að vera um miðja töflu og ekkert að stefna svakalega hátt. Það er öðruvísi, færð miklu meira krefjandi verkefni, þó að pressan á að sækja titil sé meiri hér þegar þú ert í toppliði."

Hvernig er umgjörðin hjá Sirius samanborið við topplið á Íslandi?

„Æfingarnar sjálfar eru góðar hérna heima, en úti er meira lagt upp úr einstaklingsþjálfun út frá myndböndum, þar eru fleiri þjálfarar á æfingasvæðinu og æft snemma á daginn sem gefur fleiri tækifæri til að æfa aukalega."

Hvernig er að vera atvinnumaður í fótbolta?

„Mér finnst þetta skemmtilegt. Maður er svolítið mikið einn og þarf að finna rútínu sem virkar og þér líður vel með. Þetta snýst um að undirbúa sig í vikunni fyrir leik um helgi."

Ef þú ert ekki góður fyrstu 3-4 vikurnar ertu settur í kæli
Fílarðu þig betur í Svíþjóð en í Ungverjalandi?

„Já, ég átti allavega mun auðveldara með að kynnast sænsku leikmönnunum en leikmönnunum sem voru þar. Þeir í Svíþjóð voru miklu opnari fyrir því að taka á móti manni. Sirius var með hugmynd um að spila mér en í Ungverjalandi er þetta kannski þannig að ef þú ert ekki góður fyrstu 3-4 vikurnar þá ertu settur í kæli. Ég myndi segja að umhverfið fyrir íslenska leikmenn væri betra í Svíþjóð."

Viðtal við Aron frá því í fyrra
„Myndi ekki ráðleggja ungum íslenskum leikmanni að fara þangað"
„Fann það mjög fljótt að ég var ekki hátt skrifaður hjá félaginu"

Væri til í eitthvað ævintýri
Áttu þér einhverja drauma um að spila á ákveðnum stað áður en ferlinum lýkur?

„Ekki beint, en ég væri alveg opinn fyrir því að fara til Bandaríkjanna eða eitthvað í ævintýri. En það verður að vera áhugi á manni svo það kemur bara í ljós hvað kemur. í dag er enginn áhugi sem ég veit af," sagði Aron.

Í viðtalinu er hann einnig spurður út í komu Óla Vals Ómarssonar til Sirius. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner