Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 09. desember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
HM um helgina - Háspenna í 8-liða úrslitum
Luka Modric og Neymar.
Luka Modric og Neymar.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk og Lionel Messi.
Virgil van Dijk og Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Það er spurning hvort Tite þjálfari Brasilíu muni stíga dansspor í dag þegar Króatía og Brasilía mætast í 8-liða úrslitum HM í Katar? Roy Keane mun allavega ekki dansa með.

„Brasilía er líklegra liðið, þeir eru líklegastir til að vinna mótið," segir Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu. „Brasilía er kraftmesta og besta landsliðið á HM, af því sem ég hef séð hingað til. Þegar hópurinn þeirra er skoðaður og gæðin sem þar eru þá er það hreinlega ógnvekjandi."

Í kvöld mætir Louis van Gaal með sitt lið til leiks gegn Lionel Messi og félögum. Van Gaal gæti stillt upp sama byrjunarliðinu þriðja leikinn í röð.

Hjá Argentínu snýr Angel Di Maria aftur eftir að hafa misst af 16-liða úrslitunum vegna meiðsla í læri.

föstudagur 9. desember
15:00 Króatía - Brasilía
19:00 Holland - Argentína

laugardagur 10. desember
15:00 Marokkó - Portúgal
19:00 England - Frakkland

Líkleg byrjunarlið fyrir leiki dagsins:

Króatía: Livakovic; Juranovic, Lovren, Gvardiol, Sosa; Kovacic, Brozovic, Modric; Kramaric, Petkovic, Perisic

Brasilía: Alisson; Militao, Thiago Silva, Marquinhos, Danilo; Casemiro, Paqueta; Raphinha, Neymar, Vinicius Jr; Richarlison

Holland: Noppert; Timber, Van Dijk, Ake; Dumfries, De Jong, De Roon, Blind; Klaassen; Gakpo, Depay

Argentína: Martinez; Molina, Romero, Otamendi, Acuna; Fernandez, De Paul, Mac Allister; Di Maria, Messi, Alvarez
Athugasemdir
banner
banner