Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 09. desember 2022 13:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvíst hvar Jóhannes spilar á næsta ári - „Ekkert endilega besti staðurinn fyrir hann að vera á"
Var viðloðinn meistaraflokk KR tímabilið 2020.
Var viðloðinn meistaraflokk KR tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með U19 fyrr á þessu ári.
Með U19 fyrr á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Unglingalandsliðsmaðurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason lék með KR gegn Breiðabliki í Bose-mótinu í gær. Jóhannes er samningsbundinn sænska félaginu IFK Norrköping, samdi við félagið í upphafi síðasta árs.

Fótbolti.net ræddi í dag við Bjarna Guðjónsson, faðir Jóhannesar og framkvæmdastjóra KR, og spurði hann út í stöðuna á Jóhannesi.

„Hann á ár eftir af samning við Norrköping og það er verið að skoða það hvort hann fari þangað aftur eða hvort hann fari annað. Það eru nokkrir kostir í stöðunni. Hann er núna að hugsa þetta yfir jólin og svo verður væntanlega tekin ákvörðun milli jóla og nýárs," sagði Bjarni.

Jóhannes, sem er sautján ára, var nýlega á æfingum hjá norsku meisturunum í Molde.

„Þegar Jóhannes fór til Norrköping var ákveðinn ferill sem átti að fara í gang - og fór að hluta til í gang fyrstu mánuðina. Svo hurfu þeir frá þeirri stefnu. Þá er það ekkert endilega besti staðurinn fyrir hann að vera á, nema ef þeir fara áfram í það ferli sem sett var upp þegar hann fór til Svíþjóðar. Ef þeir setja það ferli aftur í gang þá er Norrköping mjög spennandi staður. Ef ekki, ef þetta verður eins og það hefur verið undanfarna mánuði, þá er það ekkert svakalega spennandi staður fyrir ungan leikmann að vera á."

Væri enginn heimsendir
Eru einhverjar líkur á því að Jóhannes verði í KR næsta sumar?

„Við höfum ekkert rætt það. En það getur vel verið að það sé möguleiki. Það væri allavega alls enginn heimsendir. Það koma bara aðrir hlutir inn í lífið hjá svona ungum mönnum við það að koma aftur heim. Hann er búinn að þroskast mikið og lært alveg svakalega mikið hjá Norrköping og er orðinn mikli betri leikmaður en hann var áður en hann fór út."

„Dæmin sýna það að leikmenn geta komið heim, þeir sem hafa haldið rétt á spilunum og unnið vel úr sínum málum geta farið aftur út. Sem dæmi Ísak (Snær Þorvaldsson), menn geta farið út og komið sér aftur á mjög góðan stað,"
sagði Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner