
Jorge Mendes umboðsmaður portúgalska landsliðsmannsins Rafael Leao reyndi að fá Real Madrid til að kaupa hann.
Framtíð Leao hjá AC Milan er í óvissu, samningur hans rennur út sumarið 2024 og viðræður um nýjan samning ganga hægt.
Chelsea hefur mikinn áhuga á Leao en þessi 23 ára leikmaður hefur sýnt flott tilþrif á HM.
Framtíð Leao hjá AC Milan er í óvissu, samningur hans rennur út sumarið 2024 og viðræður um nýjan samning ganga hægt.
Chelsea hefur mikinn áhuga á Leao en þessi 23 ára leikmaður hefur sýnt flott tilþrif á HM.
Real Madrid er með Vinicius Junior á vinstri vængnum og hefur ekki áhuga á að fá Leao á þessum tímapunkti.
Auk Chelsea hefur Leao verið orðaður við Paris Saint-Germain, Manchester United og Manchester City. Þá eru viðræðurnar við AC Milan um nýjan samning enn í gangi.
Athugasemdir