Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. desember 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Reyndi að koma Leao til Real Madrid en fékk nei
Mynd: EPA
Jorge Mendes umboðsmaður portúgalska landsliðsmannsins Rafael Leao reyndi að fá Real Madrid til að kaupa hann.

Framtíð Leao hjá AC Milan er í óvissu, samningur hans rennur út sumarið 2024 og viðræður um nýjan samning ganga hægt.

Chelsea hefur mikinn áhuga á Leao en þessi 23 ára leikmaður hefur sýnt flott tilþrif á HM.

Real Madrid er með Vinicius Junior á vinstri vængnum og hefur ekki áhuga á að fá Leao á þessum tímapunkti.

Auk Chelsea hefur Leao verið orðaður við Paris Saint-Germain, Manchester United og Manchester City. Þá eru viðræðurnar við AC Milan um nýjan samning enn í gangi.
Athugasemdir
banner
banner