Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. desember 2022 10:38
Elvar Geir Magnússon
Samningur Deschamps að renna út - „Er bara að hugsa um að komast í undanúrslit“
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands.
Mynd: Getty Images
Frakkland leikur gegn Englandi annað kvöld í 8-liða úrslitum HM. Samningur Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands, rennur út eftir mótið.

Deschamps hefur náð frábærum árangri með franska liðið en undir hans stjórn vann liðið HM 2018 og Þjóðadeildina á síðasta ári. Þá hefur hann haldið vel utan um hópinn og lítið um stór vandamál komið upp á hans vakt, eitthvað sem Frakkar höfðu ekki verið vanir.

Framtíð Deschamps hefur mikið verið í umræðunni og sögusagnir um að Zinedine Zidane taki við liðinu eftir mótið.

Deschamps vildi ekkert ræða um sína framtíð þegar hann var spurður á fréttamannafundi í dag.

„Eina sem ég er að hugsa um er að komast í undanúrslitin," svaraði Deschamps.

Englendingar þurfa að finna leið til að halda Kylian Mbappe í skefjum. Hann er kominn með fimm mörk á mótinu og Deschamps segir hann besta leikmann heims í dag. „England hefur undirbúið sig vel fyrir Kylian, en hann er í stöðu til að gera gæfumuninn. Við erum með aðra góða leikmenn en Kylian er Kylian og hann getur alltaf gert gæfumuninn," segir Deschamps.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner