Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   lau 09. desember 2023 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag tekur ábyrgðina - „Skil að þeir séu vonsviknir“
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Erik ten Hag tekur fulla ábyrgð á 3-0 tapinu gegn Bournemouth á Old Trafford í dag.

United-liðið gerði vel á móti Chelsea í miðri viku en tókst ekki að endurtaka leikinn í dag.

Bournemouth gerði frábærlega í mörkunum og uppskar verðskuldaðan sigur.

Sæti Ten Hag hjá United er að hitna og verður enn heitara ef illa fer gegn Bayern München í Meistaradeildinni á þriðjudag.

„Ég verð að taka ábyrgðina. Það vantar allt samræmi hjá okkur, við höfum getuna, en við verðum að gera þetta í hverjum einasta leik,“ sagði Ten Hag.

„Við þurfum samræmi. Við getum spilað mjög góðan leik gegn mörgum andstæðingum. Við erum færir um að geta þetta en þá verðum við að gera þetta þriðja hvern dag. Það verður að gera þetta rétt og það er ákveðin staðall á kröfu félagsins. Við þurfum að setja markið hærra til skila frammistöðu þriðja hvern dag.“

„Við vitum að við getum gert þetta og sýndum það í vikunni, en núna verðum við að ræða þennan leik og halda síðan áfram.“


Stuðningsmenn Manchester United baulaði á Ten Hag og leikmenn liðsins á meðan leik stóð og eftir hann. Þá yfirgáfu margir Old Trafford löngu áður en flautað var til leiksloka.

„Ég skil að þeir séu vonsviknir og svekktir. Við erum það allir, en við verðum að gera betur og gera það í hverjum einasta leik,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner