Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. janúar 2022 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völdu Glódísi fótboltakonu ársins
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var farið yfir síðasta ár í kvennaboltanum í nýjasta þætti Heimavallarins. Þar voru ýmis verðlaun veitt, þar á meðal var fótboltakona ársins valin.

„Við erum með okkar val hérna," sagði Hulda Mýrdal og voru þær þrjár bestu á árinu 2021 valdar.

3. Guðrún Arnardóttir
Hún var keypt til Rosengård frá Djurgården á miðju tímabili. Þetta er leikmaður sem hefur ekki fengið nægilega mikið hrós í gegnum tíðina. Hún er ein af þeim. Hún er heldur betur búin að minna á sig í ár. Hún spilaði með landsliðinu, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og varð Svíþjóðarmeistari.

2. Sveindís Jane Jónsdóttir
Gekk til liðs við Wolfsburg og fer á láni til Kristianstad. Hún stendur sig ótrúlega vel þar og á stóran þátt í gengi liðsins, sem kemur sér í Meistaradeildina. Hún vinnur sér fast sæti í byrjunarliði landsliðsins. Það elska hana allir enda er unun að horfa á hana spila fótbolta.

1. Glódís Perla Viggósdóttir
Knattspyrnukona ársins hjá Heimavellinum. Eins og hinar tvær, þá er hún í hæsta gæðaflokki. Hún vann sænsku deildina áður en hún fór, var í öllum fyrirsögnum og áskrifandi að liði umferðarinnar; hún var einn allra besti leikmaður deildarinnar í Svíþjóð þegar hún var þar. Hún er keypt yfir til Bayern München. Hún er 26 ára og búin að vera í landsliðinu endalaust, alvöru leiðtogi. Þetta er leikmaður sem þú vilt hafa í þínu liði, innan sem utan vallar... varla stigið feilspor.
Heimavöllurinn - NÝÁRSBOMBAN: Hápunktar ársins og góðir gestir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner