þri 10. janúar 2023 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Everton í viðræðum við Villarreal um Danjuma
Arnaut Danjuma
Arnaut Danjuma
Mynd: Getty Images
Hollenski vængmaðurinn Arnaut Danjuma gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina en hann er í viðræðum við Everton. Þetta segir blaðamaðurinn Bruno Alemany.

Þörfin er mikil hjá Everton og liðið að ganga í gegnum erfiða kafla hjá Frank Lampard.

Fyrsta á dagskrá er að sækja sóknarmenn og eru viðræður komnar langt á veg við Villarreal að fá Arnaut Danjuma.

Danjuma er 25 ára gamall og getur spilað í öllum stöðum fremst á vellinum.

Hann var orðaður við stærri félög eftir síðasta tímabil er hann hjálpaði Villarreal að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar, en mun nú fara í neðri hlutann í úrvalsdeildinni.

Ef viðræður Everton og Villarreal ganga vel mun hann koma á láni út tímabilið og á enska félagið möguleika á að gera skiptin varanleg í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner