Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telma Sif í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Grótta Knattspyrna - Facebook

Telma Sif Búadóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu en hún lék með liðinu á láni frá Víkingi í sumar.


Þessi 21 árs gamli miðjumaður lék þó aðeins þrjá leiki áður en hún fór til Bandaríkjanna þar sem hún stundar háskólanám á fótboltastyrk.

Telma spilaði með yngriflokkum KR og Val en lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með KH. Hún lék síðan eitt tímabil með ÍR áður en hún gekk til liðs við Víking R.

„Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Gróttu. Telma kemur til með að styrkja hópinn okkar. Hún kom inn seinasta sumar þegar neyðin var sem mest, og hjálpaði liðinu mikið á viðkvæmu augnabliki á tímabilinu. Fyrir utan það er Telma jákvæður og drífandi karakter, sem kemur með aðra eiginleika að borðinu heldur en þeir leikmenn sem eru í hópnum. Ég er hæstánægður með að Telma sé komin.“ sagði Pétur Rögnvaldsson, þjálfari Gróttu.

Grótta fór upp úr 2. deild í haust og spilar því í Lengjudeildinni næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner