Ítalskir fjölmiðlar eru að orða Adam Ægi Pálsson við félagaskipti innan Ítalíu, en hann er samningsbundinn C-deildarfélaginu Perugia.
Adam hefur ekki tekist að festa sig í sessi með byrjunarliðinu hjá Perugia og er hann núna orðaður við SPAL.
Perugia og SPAL mættust í C-deildinni um síðustu helgi og eru stjórnendur félaganna sagðir hafa rætt stuttlega um Adam Ægi.
SPAL bað þá um upplýsingar varðandi Adam þar sem félagið hefur áhuga á honum og telur hann vera góðan leikmann þó hann passi ekki í byrjunarliðið hjá Perugia.
Adam er 26 ára gamall og leikur hjá Perugia á lánssamningi frá Val.
Athugasemdir