Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mán 10. febrúar 2014 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Atlantsbikarinn: Blikar réðu ekki við Kaupmannahöfn
Mynd: Getty Images
Kaupmannahöfn 2 - 0 Breiðablik
1-0 Daniel Braaten ('9)
2-0 Danny Amankwaa ('51)

Breiðablik er búið að tapa sínum fyrsta leik í Atlantsbikarnum í Algarve, Portúgal.

Dönsku meistararnir í Kaupmannahöfn sáu um Blikana þar sem hinn norski Daniel Braaten skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu.

Danirnir voru marki yfir í hálfleik og bætti hinn tvítugi Danny Amankwaa öðru marki leiksins við eftir sex mínútur af síðari hálfleik.

Meira var ekki skorað og eru Blikar með fimm stig eftir þrjá leiki á meðan Kaupmannahöfn er með sex eftir tvo.

1. Orebro 9 stig 8-2
2. Kaupmannahöfn 6 stig 6-0
3. Breiðablik 5 stig 4-4
4. Spartak 3 stig 3-1
5. Liberec 3 stig 2-7
6. Mattersburg 1 stig 2-4
7. Midtjylland 0 stig 2-4
8. FH 0 stig 2-7
Athugasemdir
banner
banner
banner