Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 15:30
Aksentije Milisic
Ísak skoraði þegar slæmt gengi Dusseldorf hélt áfram
Mynd: Fortuna Dusseldorf

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Dusseldorf sem mætti Elversberg í þýsku B-deildinni í dag.


Ísak kom heimamönnum í forystu á nítjándu mínútu leiksins og voru heimamenn því yfir þegar flautað var til leikhlés. Gestirnir náðu að jafna metin í þeim síðari með marki frá Þjóðverjanum Joseph Boyamba og þar við sat.

Þetta var fjórði deildarleikurinn í röð sem Dusseldorf nær ekki að vinna en síðasti sigurleikurinn kom gegn Magdeburg þann 16. desember.

Liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 32 stig en Ísak spilaði 83. mínútur í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner