Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   mán 10. febrúar 2025 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dregið í enska bikarnum: Stórliðin á heimavelli
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Búið er að draga í 16-liða úrslit enska bikarsins þegar tveir leikir eru eftir í 32-liða úrslitunum. Ljóst er að öll stærstu lið keppninnar eiga heimaleiki.

Manchester United mætir Fulham í spennandi úrvalsdeildarslag á meðan Manchester City tekur á móti Plymouth Argyle, botnliði Championship deildarinnar sem sló Liverpool óvænt úr leik í síðustu umferð.

Newcastle United tekur á móti Brighton í einum af mest spennandi leikjum umferðarinnar og þá spilar Aston Villa heimaleik gegn Cardiff City, en stórlið á borð við Arsenal, Liverpool, Chelsea og Tottenham eru öll dottin úr leik.

Bournemouth mætir Wolves í úrvalsdeildarslag og þá gæti Nottingham Forest spilað við Ipswich Town, takist lærisveinum Nuno Espirito Santo að leggja Exeter að velli í lokaleik 32-liða úrslitanna annað kvöld.

16-liða úrslit
Manchester United - Fulham
Manchester City - Plymouth Argyle
Newcastle United - Brighton & Hove Albion
Bournemouth - Wolverhampton Wanderers
Preston North End - Burnley
Aston Villa - Cardiff City
Doncaster Rovers eða Crystal Palace - Millwall
Exeter City eða Nottingham Forest - Ipswich Town
Athugasemdir
banner
banner