Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Enski boltinn - Liverpool að smíða ofurlið
Hugarburðarbolti Upphitun > Allt um Enska og Fantasy
Enski boltinn - Tottenham verður besta liðið í Evrópu
Innkastið - Skúrkur, vondur veggur og vonbrigði
Uppbótartíminn - Lygilegt hjá Ljónynjum, Blikar í toppmálum og fallbaráttan harðnar
Lokakaflinn nálgast í neðri deildum
Enski boltinn - Chelsea eina liðið með allt galleríið
Tveggja Turna Tal - Jónas Grani Garðarsson
Leiðin úr Lengjunni: Völsungur með stórsigur á mærudögum og HK færist nær toppnum
Útvarpsþátturinn - Niko, glugginn opinn og umdeilt VAR
Enski boltinn - Staðan tekin þegar stutt er í veisluna
Grasrótin - 13. Umferð, "Þrotur" Vogum sofna í gasmengun
Leiðin úr Lengjunni: Amin Cosic kveður með stæl og deildin tekur á sig mynd
Turnar Segja Sögur: Dómari, skipting
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Útvarpsþátturinn - Bent nálgast og fyrstur í sjö gul svarar fyrir sig
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
   mán 10. mars 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Jörundur Áki: Óhemju útgerð
Jörundur Áki Sveinsson.
Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net hefur verið að taka púlsinn á þjálfurum 1. deildarinnar að undanförnu. Í spilaranum hér að ofan má heyra hvað Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, hafði að segja í þættinum á laugardag.

„Þetta er púsluspil hjá okkur. Við erum með 6-8 menn í bænum og svipað fyrir vestan. Hópurinn hefur verið tvískiptur og við ekki æft saman síðan í september. Veðrið hefur sett strik í reikninginn en við reynum bara að gera sem best úr þessu," segir Jörundur.

„Það eru miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra og það munar um það. Við þurfum bara að púsla þessu saman fyrir sumarið. Við þurfum að stilla strengina. Það er óhemju útgerð fyrir okkur að halda saman fótboltaliði sem er á tveimur stöðum. Þetta kostar allt sitt og við þurfum að vega og meta hvernig framhaldið verður varðandi að bæta við sig mannskap."

„Það eru nokkrir ungir og efnilegir að koma upp fyrir vestan og við horfum til þeirra. Það er kannski aðeins lengra í þá en að þeir spili mjög stórt hlutverk í sumar en engu að síður eigum við þarna mjög flotta unga leikmenn sem hafa verið að fá spiltíma núna og það er frábært að þeir fái smá reynslu. Innan tveggja til þriggja ára verða þeir vonandi farnir að spila stórt hlutverk."

„Það vilja allir vera í þessari baráttu í efri hlutanum og við vorum í henni í fyrra. Við lentum í smá leiðindakafla þar sem við misstum aðeins dampinn en náðum að vinna okkur aftur í toppbaráttuna. Það verður að koma í ljós hversu vel mun ganga í sumar."

„Við höfum skoðað ansi marga leikmenn í vetur en sjáum hvað gerist. Það eru einn til tveir í sigtinu hjá okkur núna. Þetta kemur bara í ljós á næstu dögum eða vikum hvort þetta gangi upp," segir Jörundur en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner