Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Klippti mig svona til að líta út eins og Zaha"
Mynd: EPA
Nico Williams, leikmaður Athletic Bilbao, sagði frá því í viðtali að Wilfried Zaha, fyrrum leikmaður Crystal Palace, væri eitt af átrúnaðargoðunum sínum.

Williams hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Bilbao en Barcelona hefur lengi verið á eftir honum. Þá hefur hann verið orðaður við félög í úrvalsdeildinni.

„Ég hef alltaf verið hrifinn af sóknarmönnum á borð við Neymar og Cristiano Ronaldo," sagði Williams.

„Ég elskaði líka Wilfried Zaha þegar hann var hjá Crystal Palace. Hann var leikmaður sem ég elskaði að horfa á, ég klippti mig svona til að líta út eins og hann. Ég reyndi að herma eeftir þeim eins og ég gat, bara að gera 5 prósent af því sem þeir gerðu."

Zaha gekk til liðs við Man Utd árið 2013 frá Crystal Palace en náði ekki að festa sig í sessi þar og snéri aftur til Palace tveimur árum síðar þar sem hann blómstraði. Hann er í dag leikmaður Charlotte í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner