lau 10. apríl 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Misskilningur" olli því að Gylfi tók ekki spyrnuna
Gylfi og Richarlison fagna marki.
Gylfi og Richarlison fagna marki.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að það hafi verið misskilningur er Richarlison tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig í jafnteflinu við Crystal Palace síðasta mánudagskvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson og Lucas Digne taka yfirleitt spyrnur Everton en Richarlison tók aukaspyrnu á hættulegum stað gegn Palace.

Gylfi var inn á vellinum og hann átti að taka spyrnuna. Ancelotti segir að misskilningur hafi skapast þar sem Íslendingurinn byrjaði á bekknum.

„Þetta var misskilningur því Gylfi byrjaði ekki. Við erum vanalega með tvo menn sem standa yfir boltanum í aukaspyrnu. Þarna voru það Lucas Digne og Richarlison," sagði Ancelotti.

„Ég sagði við Gylfa þegar hann kom inn á að hann ætti að taka vítin en ég sagði ekki við hann að hann ætti að taka aukaspyrnur. Þess vegna tók Richarlison spyrnuna. Þetta var einfaldlega misskilningur."

Richarlison hitti ekki á markið úr spyrnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner