Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni í sumar. Englendingurinn Dave Bell er aðstoðarmaðurinn hans.
Eiður Aron Sigubjörnsson var í viðtali við Fótbolta.net á dögunum þar sem hann ræddi allt milli himins og jarðar tengt tímabilinu hjá ÍBV.
Hann var meðal annars spurður út í þjálfarana en hann segir að Bell hafi komið sér mikið á óvart.
„Hann hefur komið mér þvílíkt á óvart. Hann er á lista með betri þjálfurum sem maður hefur verið með. Hann er tilbúinn að koma hvenær sem er fyrir leikmenn, með flottar æfingar og gefur engan afslátt," sagði Eiður.
Athugasemdir